UPPSETNING SÖLURÝMISUpdated 2 years ago
Leigutaki sér um uppsetningu á sínu sölurými. Uppsetning fer þannig fram að leigutaki mætir í verslunina klukkustund fyrir opnun daginn sem leigutímabil hefst eða klukkan 11:00 en kl 12:00 á Sunnudögum.
Nauðsynlegt er að búið sé að skrá allan fatnað með góðri lýsingu og verði inni á "Mínum síðum" á hringekjan.is svo hægt sé að prenta út strikamerki fyrir hverja vöru.
Hringekjan útvegar leigutaka herðatré, merkibyssu og miða, auk þjófavarna til afnota á meðan á leigutímabili stendur.
Leigutaki fær afnot af þjófavörnum en ber sjálfur ábyrgð á að óska eftir þeim og festa þær á sínar vörur.